Ný síða

Rósa galdrakona er búin að græja nýja síðu og eins og þið sjáið er hún af dýrari týpunni. Ég er þegar búinn að fá þrjú tilboð frá Microsoft um kaup á gripnum en ég held nú síður! Þessi síða er ekki til sölu til þess eins að vera blóðmjólkuð sem cash cow og svo þjóðnýtt þegar allt fer til fjandans.  Ætla að beita mér af fullum krafti á morgun í Rekstrarstjórnun að skrifa lengri og fallegri póst um Einar og ævintýri hans. Þangað til þökkum við Rósu fyrir frábært framtak í þágu heimsins og vonum að hún vinni Friðarverðlaun Nóbels.

Tags: ,

4 Responses to “Ný síða”

  1. Hjörtur says:

    sjitt…

  2. Hjörtur says:

    Til hamingju með þetta maður – glæsilegt vel gert fallegt og frábært…

  3. atli says:

    Þú verður að fá þér tattú í sama stíl og bakgrunnurinn.. 😉

  4. admin says:

    Hver veit nema ég sé með svona tattoo? 🙂

Leave a Reply